148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

útlendingar.

42. mál
[12:08]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Þetta er það sem ég held einmitt, þ.e. að þetta myndi skerpa á ákveðnum úrræðum sem yfirvöld hér þurfa að hafa til að taka á þessum málefnum. Eins þarf líka að aðgreina þennan hóp frá fullorðnum einstaklingum. Hælisleitendur eru mjög breiður hópur, geta verið öll aldursbil, og aðstæður geta verið mjög ólíkar. Við þekkjum að félagsleg aðstaða ungra hælisleitenda er kannski miklu verri en fullorðinna einstaklinga. Ég kem til með að fylgja þessu frumvarpi og styð það innilega. Takk fyrir.