148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

brottnám líffæra.

22. mál
[13:44]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni spurninguna og andsvar sem snýr að ræktun líffæra. Fyrst vil ég segja að ég treysti mér hvorki til að meta hversu langt við erum á veg komin í þeim efnum né meta læknisfræðilega í því samhengi hvort líkaminn taki slíkum líffærum eða hafni þeim. Ég reikna með að tækni og vísindi takist á við það. Eins og ég kom inn á í ræðu minni og hv. framsögumaður líka eru mál eins og þessi breyting hér, um ætlaða neitun eða ætlað samþykki, alltaf siðferðileg álitaefni og okkur ber að virða þau og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Svo eru trúarleg efni sem tengjast þessu. Ég er rétt að feta mig í gegnum þessa lagabreytingu og treysti mér ekki til að svara stórri spurningu.