148. löggjafarþing — 21. fundur,  5. feb. 2018.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:42]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Það sem ég sagði áðan í ræðu minni var að þetta mál hafi verið tekið til umfjöllunar hjá hv. efnahags- og viðskiptanefnd í tengslum við kaup vogunarsjóða á hlut í Arion banka á þarsíðasta þingi þar sem fjallað var um þennan tiltekna forkaupsrétt og hvort hann hefði myndast í tengslum við þau tilteknu kaup. Niðurstaðan á vettvangi nefndarinnar var sú að ekki hefði myndast forkaupsréttur við þau tilteknu kaup. Bara svo því sé til haga haldið hvað ég sagði hér.

Ég legg svo til, af því að ég veit að hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd, að málið verði sett á dagskrá þar og hvet hv. þingmann til þess að gera það. Ég vitnaði áðan til umfjöllunar á vettvangi efnahags- og viðskiptanefndar á þarsíðasta þingi um hvort forkaupsréttur hefði myndast þá við kaup vogunarsjóða á hlut í Arion banka. En eins og ég nefndi líka var sá gluggi skilinn eftir opinn þegar gengið var frá stöðugleikaskilyrðum á sínum tíma.