148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[13:59]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Bara örstutt. Ég tek undir með hv. þingmanni. Þetta eru verkefnin fram undan. Það er ekki eins og það sé einfalt mál að fara hina leiðina. Það eru meiri háttar hagsmunir þar undir. Ég get ekki séð að það muni ganga vandræðalaust fyrir sig. Fyrir utan það þarf líka að horfa til kostnaðar. En verkefnin sem blasa við okkur núna eru þannig að mér finnst við eiga að einbeita okkur að þeim. Það er sjálfsagt að ræða þetta, en í millitíðinni mun ýmislegt gerast í tækniþróun og öðru sem ég held muni á endanum hafa áhrif á hvaða ákvörðun verður tekin í þessum efnum.