148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[14:23]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Aðeins varðandi það hvort rétt sé að koma fram með þetta þingskjal núna. Það er vissulega spurning í hvaða röð eigi að vinna hlutina. En á mér hvílir lagaskylda til að leggja þetta fram á fjögurra ára fresti. Svo hefur líka verið kallað eftir þessari stefnumótun um langan tíma, m.a. á landsfundi og líka af öðrum aðilum. Þannig að við getum einfaldlega ekki beðið eftir að orkustefnan sé sett. Svo kemur kerfisáætlunin fram á hverju ári og markmiðið er að þessi vilji löggjafans birtist í kerfisáætlun.

Aðeins varðandi stofnkostnaðinn. Það er auðvitað líka um það rætt hvort gera eigi breytingar á honum núna. Það var mitt mat að það færi gegn þingsályktunartillögunni að fara að breyta þessu hér vegna þess að hluti af tillögunni gengur út á það að við förum í rannsóknir. Út úr þeim kemur síðan eitthvað sem kann að breyta þessu. Deilt er um það hvort þetta sé hið eina rétta eins og þetta er í þingsályktunartillögunni frá meiri hluta atvinnuveganefndar eða, líkt og hv. þingmaður kom inn á varðandi rekstrarkostnaðinn, þegar það er tekið inn í og allt saman. Það væri einhvern veginn öfugsnúið að fara að opna á það. Það er látið liggja eins og það er þangað til við tökum þetta aftur upp að rúmu ári liðnu.

Og svo bara til að árétta þá segir á bls. 9:

„Áréttað er að við framkvæmd framangreindra viðmiða og meginreglna í þingsályktun nr. 11/144 ber að taka mið af lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, eftir því sem við á.

Því var bætt hér inn. Ég held ég hafi klárað.