148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[15:29]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Sigurði Páli Jónssyni sem situr einmitt með mér í hv. atvinnuveganefnd. Eins og ég byrjaði á að segja í ræðu minni áðan fagna ég því að þessi tillaga sé komin fram. Ég held að það séu mörg tækifæri fyrir hv. atvinnuveganefnd, eins og ég kom inn á áðan, að hafa áhrif á forgangsröðunina en ekki síður að koma inn með nýja og jafnvel skýrari og ákveðnari punkta um í hvaða átt við viljum sjá flutningskerfi raforku byggjast.