148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[19:15]
Horfa

Flm. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Ólafi Þór Gunnarssyni og meðflytjanda mínum fyrir andsvarið. Ég hef í sjálfu sér ekki tekið afstöðu til þess hvernig ætti að fara með slík mál, en miðað við framlagt frumvarp er gert ráð fyrir að ákvæði í núgildandi hegningarlögum um bann við umskurði á stúlkum og konum gildi refsing allt að sex ára fangelsi ef þessi verknaður er framinn. Þetta er lagt fram þannig, en ég treysti hv. velferðarnefnd til að fara vandlega yfir málið og þá hugsanlega leggja fram álit sitt að nokkrum vikum liðnum þar sem útfærslan á þessu yrði.