148. löggjafarþing — 26. fundur,  20. feb. 2018.

mál frá ríkisstjórninni.

[14:19]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég finn mig knúna til að taka undir með kollega mínum, hv. þm. Loga Einarssyni, og lýsa eftir þessum nýju vinnubrögðum því að það eina sem ég sé hér eru sömu gömlu vinnubrögðin. Hér á að hrúga málum í gegn á lokametrunum, illa unnum og í tímaþröng. Það eru sömu gömlu vinnubrögðin að leyndarhyggjan ríkir enn. Nú ætlum við að birta upplýsingar um ferðakostnað þingmanna fram að síðustu áramótum; það er meira gagnsæið og nýju vinnubrögðin í því.

Sömu gömlu vinnubrögðin, ef ekki verri, með þeirri fordæmalausu framgöngu gagnvart hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni að standa í vegi fyrir því að skýrslubeiðni hans komist í gegnum þingið. Þetta er nú fáheyrt.

Ég vil hvetja hæstv. forseta til að beita sér fyrir raunverulegum nýjum vinnubrögðum, ekki þessu gríni sem við horfum upp á hér í dag.