148. löggjafarþing — 26. fundur,  20. feb. 2018.

helgidagafriður.

134. mál
[17:33]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Síst af öllu vil ég fara að deila við hv. þingmann um skoðanir hans eða segja honum hvaða skoðanir hann á að hafa eða ekki hafa. Nú er samfélag okkar að breytast. Sumum líkar það vel og öðrum miður. Hér er alþjóðavæðing og við verðum fyrir áhrifum frá ýmsum stöðum. Íslendingum er að fjölga m.a. vegna þess að hingað flytja margir sem verða Íslendingar. Sumir hverjir aðhyllast önnur trúarbrögð. Er þingmaðurinn þeirrar skoðunar að þegar einhverju tilteknu marki er náð, ef við stöndum t.d. frammi fyrir því eftir 25 ár að 50% þjóðarinnar séu ekki lengur í þjóðkirkjunni eða hafi aðra trú, væri þingmaðurinn (Forseti hringir.) þeirrar skoðunar að rétt væri að fella þetta allt saman niður? Eða mundi hann áfram vera þeirrar skoðunar að halda ætti uppi sérstökum (Forseti hringir.) lögum um helgidagafrið kirkjunnar, eins og hann talar um?