148. löggjafarþing — 27. fundur,  21. feb. 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:01]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þingskjali 234, um aðgengi fatlaðs fólks að sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu, frá Guðmundi Sævari Sævarssyni.

Einnig hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þingskjali 213, um fíkniefnalagabrot á sakaskrá, frá Helga Hrafni Gunnarssyni.