148. löggjafarþing — 27. fundur,  21. feb. 2018.

mál frá ríkisstjórninni.

[17:43]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Það er nú ekki með neinni sérstakri gleði að ég kem hér upp til að kvarta undan vinnubrögðum í þinginu og því að þingið hafi ekki mál til að fást við. Nú bíða átta mál 1. umr. í þinginu, það eru sex þingmannamál og tvö stjórnarfrumvörp. Annað er um lax- og silungsveiði, nánar tiltekið um ála, hitt er um rafrettur. Það er nú allt sem liggur fyrir þinginu. Það er stuttur vinnudagur hjá okkur í dag, kannski erum við að fara að taka upp 35 stunda vinnuviku, eins og rætt var hér fyrr í dag. Ég veit ekki hvort það er stefna ríkisstjórnarinnar að fara svona vel með okkur. En ég kalla enn og aftur eftir því að stjórnin fái þinginu einhver verkefni. Það er náttúrlega ekki líðandi að láta þingmenn vera hér verkefnalausa þótt það sé gaman að tala um eigin mál. En þarf ekki að fara að fást við (Forseti hringir.) eitthvað af málum ríkisstjórnarinnar? Eru þau engin?