148. löggjafarþing — 27. fundur,  21. feb. 2018.

mál frá ríkisstjórninni.

[17:51]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég tók saman tölur fyrir hæstv. forseta. Samtals hafa ráðherrar lagt fram 32 frumvörp eða þingsályktunartillögur. Heildarfjöldi mála er 103. Þar af bíða tíu mál 1. umr., tvö voru flutt í dag, þannig að það eru átta mál eftir. Svo eru 15 þingsályktunartillögur, tvær voru afgreiddar núna, þannig að það eru 13 þingsályktunartillögur. 12 mál hafa verið samþykkt sem lög og 66 eru í nefnd.

Þingmannamál eru 71 og ríkisstjórnarmál eru 32 talsins. 24 eru stjórnarþingmannamál, þar er Silja Dögg rosalega dugleg, með sjö. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram 47 mál. Í heildina er ríkisstjórnin með 31% mála. Meiri hlutinn er þar með með 54% mála, á meðan stjórnarandstaðan er með afganginn.

Við vekjum athygli á því (Forseti hringir.) að hér bíður 21 mál afgreiðslu. (Forseti hringir.) Það eru ekki nema fjórir, fimm þingfundir. Þá erum við búin (Forseti hringir.) með málin sem komust að.