148. löggjafarþing — 27. fundur,  21. feb. 2018.

mál frá ríkisstjórninni.

[17:55]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vona að hv. þm. Oddný G. Harðardóttir sé ekki forspá þegar hún segir að þetta séu líklega ekki merki um ný vinnubrögð. Ég vona að þetta séu merki um hin nýju vinnubrögð, hina breiðu samstöðu, þar sem ríkisstjórnin ætlar að greiða götu hinna góðu þingmannamála stjórnarandstöðunnar sem nú hafa komið inn í þingið.

Ég veit að ég er mjög bjartsýn manneskja þegar ég segi að ég voni að öll þau góðu mál sem við höfum lagt okkur fram um að tala fyrir á þinginu verði samþykkt af meiri hlutanum, en að þetta verði ekki enn eitt árið þar sem fúsk einkennir lagasetningu á hinu háa Alþingi og að næsta ár verði ekki þannig að senda þurfi inn endalausar leiðréttingar vegna vinnubragða (Forseti hringir.) ríkisstjórnarinnar.