148. löggjafarþing — 27. fundur,  21. feb. 2018.

mál frá ríkisstjórninni.

[17:58]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með öðrum þingmönnum sem hér hafa komið upp og kvartað yfir því að ekki sjáist á spilin hjá ríkisstjórninni. Mér dettur í hug hvort það geti verið eins og fram kom hjá einum hv. þingmanni, að þessi ríkisstjórn sem höfðar til breiðrar skírskotunar á hinum pólitíska öxli, frá hægri til vinstri, geti ekki komið sér saman um mál sem eiga að koma í þingið. Ég velti því fyrir mér.

Þegar ríkisstjórnin var í smíðum hitti ég fólk úti á landi. Það var ánægt að sjá að það væri loksins að koma ríkisstjórn með svona breiða skírskotun og að þetta yrði allt unnið mjög reglulega og vel í framhaldinu „bara ef þið í stjórnarandstöðunni verðið til friðs“. Við höfum (Forseti hringir.) eiginlega alveg verið til friðs, en friðurinn er það mikill að það er bara ekkert að gerast.