148. löggjafarþing — 27. fundur,  21. feb. 2018.

mál frá ríkisstjórninni.

[18:13]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Í gær sagði forseti að hann hefði ekki boðvald yfir hæstv. ráðherrum. Það er sjálfsagt rétt. En forseti ræður því hvað fer á dagskrá þingsins. Ég bið forseta að hafa það í huga þegar málin fara að hrúgast inn, ef þau gera það, sem er líklegt. En þó má vera að Logi Einarsson, hv. þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að kannski væri verið að tefja mál vegna þess að ekki væri gott að fá þau inn í þingið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar af því að ekki væri víst að þau myndu falla öllum í geð.

Forseti ræður dagskránni. Við stjórnarandstöðuþingmenn segjum að við ætlum ekki að sætta okkur við það að mál okkar fái ekki framgang. Og við ætlum ekki að sætta okkur við að hér verði unnið í akkorði í lok þingsins. Það er mjög gott að vera búin að segja það hér dag eftir dag á meðan málin standa svona (Forseti hringir.) þannig að enginn vaði í villu og svíma um hvernig ástandið (Forseti hringir.) verður hér í lok þingsins.