148. löggjafarþing — 28. fundur,  22. feb. 2018.

aðgangur að trúnaðarupplýsingum.

[10:35]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Við höfum rætt þetta áður, ég og hv. þingmaður, nákvæmlega þetta mál. Ég held ég hafi farið yfir það sem máli skiptir þegar við áttum þau orðaskipti á sínum tíma. Hér er verið að dylgja um að farið sé illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum hafi verið treyst fyrir. Ég verð bara að biðja hv. þingmann um að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er.

Það sem var verkefni umrædds starfsmanns eru opinberar upplýsingar í dag. Það er ekkert sem leiddi af störfum hans eða þeirra sem tóku þátt í þeirri vinnu, og það voru fjölmargir aðilar — það er allt saman bundið í samninga sem m.a. voru lagðir fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd í vikunni. En um hvað hv. þingmaður er að dylgja átta ég mig ekki á, hún verður að gera betur grein fyrir því hér.