148. löggjafarþing — 28. fundur,  22. feb. 2018.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

202. mál
[11:16]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir framlagningu þessa frumvarps. Það eru aldeilis tíðindi þegar mál koma frá stjórninni. Um leið og ég er innilega sammála um að setja þurfi lög um slíka hluti — og gott að setja reglur og lög um hluti sem eru svona nýir í okkar samfélagi — finnst mér kannski umhugsunarvert hvað þetta er líkt lögum um reyktóbak. Það er kannski ekkert skrýtið vegna þess að þetta kemur að einhverjum hluta í staðinn fyrir það og þetta er innbyrt með svipuðum hætti.

En af því ráðherra segir að mikilvægt sé að við setjum góða löggjöf um þetta mál fyrst og fremst fyrir lýðheilsu Íslendinga vil ég fullyrða að lagasetning utan um þennan hlut eigi að vera töluvert frjálsari en utan um reyktóbak, vegna þess að hér er hugsanlega um að ræða stærstu framfarir í lýðheilsu heimsins í marga áratugi. Það er margt sem bendir til þess að þetta geti verið ótrúlegt gæfuspor fyrir heilbrigði alls heimsins, þ.e. að beina fólki yfir í rafrettur.

Þess vegna spyr ég: Kom ekki til greina í að nálgast þetta líka með þeim hætti að beina fólki beinlínis frekar yfir í rafrettur og gera það auðveldara í staðinn fyrir að gera þetta eiginlega svipað og að verið sé að reykja sígarettur?