148. löggjafarþing — 28. fundur,  22. feb. 2018.

sveitarstjórnarlög.

190. mál
[14:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Tökum þá þessa umræðu: Ef það er satt að við séum að berjast í þessu til þess að fleiri komist að lýðræðinu, fjallar þá ekki tillagan hér um að reyna að halda þeim frá? Á hvaða hátt er það frelsistillaga? Hvernig í andskotanum getur það verið frelsistillaga? — Afsakið orðbragðið.

Til viðbótar þessu liggur fyrir þinginu önnur tillaga til breytinga á kosningum til sveitarstjórna, þ.e. að hleypa 16 ára fólki að. Sú tillaga var mun fyrr komin fram, hún er komin í nefnd. Ef vinna á þetta frumvarp hratt, er þá ekki alveg eins hægt að vinna hitt frumvarpið hratt?

Ég vil benda á og endurtaka það sem ég sagði áðan um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þar kemur fram hversu góður fjárhagur sveitarfélaganna er og að hann hefur vænkast undanfarið. Þar vegur þyngst, samkvæmt umsögnum í fjárlaganefnd, fjárhagur Reykjavíkurborgar. Ástæðan fyrir bættum fjárhag þar er að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar er betri en hún var síðast.