148. löggjafarþing — 29. fundur,  26. feb. 2018.

ummæli þingmanns í Silfrinu.

[16:02]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Virðulegur forseti. Hér fyrr í mánuðinum áttum við góðan starfsdag á þinginu í kjölfar Í skugga valdsins-uppljóstrana, um það hvernig samskipti kynjanna á sviði stjórnmálanna eru ekki alltaf eins og best skyldi. Ég velti því fyrir mér hvort styttist í það að við hlustum ekki á þingkarl standa í þessari pontu og segja að þingkona úti í salnum noti hér hugtök sem hún ráði ekki alveg við, með leyfi forseta. Ég vona að það sé bráðum liðin tíð. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)