148. löggjafarþing — 30. fundur,  27. feb. 2018.

frelsi á leigubifreiðamarkaði.

201. mál
[15:31]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir þessi svör. Bæti við tveimur spurningum. Annars vegar hvort þingmaðurinn sjái fyrir sér að það ástand sem nú er, þ.e. með svona algerlega eftirlitslausum hópum eins og hópnum skutlarar á Facebook, hvort þetta megi kannski koma í veg fyrir slíkan hóp, einhvern veginn takmarka, kannski ekki þá hættu en það ástand sem þar ríkir þar sem er ekkert eftirlit og við vitum ekkert hverjir þar eru á ferðinni. Sér hv. þingmaður fyrir sér að þetta geti aukið notkun almennra borgara á leigubílum með því að þeim fjölgi og það verði samkeppni?

Svo vil ég líka spyrja hv. þingmann hvort hún sjái fyrir sér að það verði meiri samkeppni líka í verðlagningu á þessum akstri, þ.e. þegar við setjumst inn í bílana, að það sé meiri samkeppni þegar kemur að startgjaldi og kílómetragjaldi.