148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

lög um opinberar eftirlitsreglur.

[11:06]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið. Mig langar aðeins að ítreka umræðuna eða fókusera meira á eftirlitsreglur og eftirlit með atvinnustarfsemi. Ég er algjörlega sammála hæstv. forsætisráðherra um að eftirlit á að vera almenningi til hagsbóta, það er meginmarkmiðið og við erum algjörlega sammála um það. Ég held hins vegar að fyrirkomulag þess sé mjög víða óþarflega íþyngjandi og að hægt sé að framkvæma það með samræmdari og einfaldri hætti en nú er gert.

Mig langar sérstaklega að benda á að fyrirmyndarríkið í rafrænni stjórnsýslu, Eistland, hefur umbylt fyrirkomulagi þess hvernig það hefur eftirlit með fyrirtækjum með mjög góðum árangri. Það er miklu minna íþyngjandi fyrir þá sem eftirlitið beinist að, en skilar betri árangri en fyrra kerfi. Ég beini því til hæstv. forsætisráðherra að kynna sér sérstaklega fyrirkomulagið þar og hvort við gætum fetað í fótspor Eista í þessum efnum.