148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[12:40]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Við erum að fara að ræða hér mál sem vakið hefur mikla athygli bæði hér heima og erlendis, verið víða í fjölmiðlum, varðar breytingu á hegningarlögum þess efnis að umskurður drengja verði refsiverður hér á landi og sæti fólk fangelsi allt að sex árum ef hann er framkvæmdur. Ég vil vekja athygli á því að hv. flutningsmaður Silja Dögg Gunnarsdóttir er ekki í salnum. Mér þykir það sérstakt í ljósi þessarar mikilvægu umræðu sem víða hefur fengið athygli. Ég er með spurningar til hv. þingmanns í ræðu á eftir og hefði kosið að hún væri í salnum. Ég vil vekja athygli á því. Hv. þingmaður er ekki í salnum. Ég teldi að hv. þingmaður ætti að vera hér.