148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[13:13]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. þingmanni að það er bara ágætishugmynd að leyfa umræðunni að þroskast. Er þetta nauðsynlegt? Er nauðsynlegt að taka svona djúpt í árinni og gera þetta refsivert? Ég tel svo ekki vera. Það er ósköp einfalt. Ég hef fært rök fyrir því og færði rök fyrir því í máli mínu hér.

Varðandi það sem hv. þingmaður nefndi, svo ég komi aðeins inn á hefðina aftur, þá er það svo að um þetta er fjallað í helgiriti gyðinga, sem eru milljónir manna um heim allan. Mér finnst við ekki geta horft fram hjá því. Þar vísa ég til umsagnar biskups Íslands sem sagði að þjóðkirkjan bæri virðingu fyrir hefðum og venjum annarra trúfélaga. Ég vil taka undir það með biskupsstofu hvað það varðar, og biskupi Íslands.