148. löggjafarþing — 33. fundur,  5. mars 2018.

kjör öryrkja.

[15:07]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir þetta innlegg sem mér þótti frekar dapurlegt í ljósi þess að hér standa enn eftir tæp 80% öryrkja sem ekki hafa fengið neitt nema einhverja vísitöluleiðréttingu launa sinna 1. janúar sl. Öryrkjar sem sviknir hafa verið um að kjarabætur þeirra fylgi launavísitölu samkvæmt 1. mgr. 69. gr. almannatryggingalaga, öryrkjar sem ekki ná endum saman, öryrkjar sem ekki hafa mat á borðið nema hálfan mánuðinn, borða núðlur hinn helminginn af mánuðinum, öryrkjar sem ekki geta keypt sér lyf, öryrkjar sem líður illa. Og þeir skipta þúsundum.

Þannig að ég segi einfaldlega: Það má segja að góður vilji sé í allar áttir, en ég vil sjá framkvæmdir, ég vil sjá athafnir, ég vil sjá gjörðir. Þetta er í rauninni frekar rýrt, með fullri virðingu, hæstv. forsætisráðherra.