148. löggjafarþing — 33. fundur,  5. mars 2018.

hæfi dómara í Landsrétti.

[15:21]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Mér finnst mjög mikilvægt að dómsvaldið fái að ljúka verki sínu og að framkvæmdarvaldið grípi ekki inn í störf dómsvaldsins. Í fyrri málum höfum við dæmi um að Hæstiréttur hafi vísað frá kröfu um ógildingu á skipan landsréttardómara sem liggur fyrir í fyrri dómi Hæstaréttar í málinu. Ég get hins vegar ekkert spáð fyrir um hvaða niðurstöðu Hæstiréttur kemst að. Ég vil bara ítreka það sem ég hef áður sagt; dómsvaldið verður að fá að ljúka því verki sem við höfum ætlað því. Þannig liggur málið hreinlega í þessu tilfelli.