148. löggjafarþing — 33. fundur,  5. mars 2018.

minnkun plastpokanotkunar.

271. mál
[18:31]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér á árum áður var t.d. bannað blý sem sett var í bensín. Svokölluð CFC-efni voru einnig bönnuð. NASA hefur nýlega gert greiningar á því að það hefði jafnvel orðið óbyggilegt á jörðinni, alla vega utandyra, strax árið 2060, ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða.

Plastpokinn er kannski ekki í alveg sama hættuflokki, en þetta safnast saman hratt frekar en hægt og rólega, þannig að það er tvímælalaust mál sem við þurfum að taka á. Ég myndi vilja víkka aðeins út spurninguna og spyrja um umbúðir á matvælum og ýmislegt svoleiðis, þá sérstaklega hvort ekki væri hægt að hafa það þannig að allar umbúðir væru merktar hvernig ætti að endurvinna þær. Það er oft mjög ógreinilegt í hvaða tunnu ég á að setja þennan hluta og þennan hluta. Að það væri bara (Forseti hringir.) skýrt á umbúðunum að þetta færi í þessa tunnu, litakóðað eða eitthvað.