148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[18:59]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Herra forseti. Hæstv. dómsmálaráðherra hefur með embættisfærslum og ótækri túlkun á umboði vegið að trausti á dómstólum landsins og með sama hætti er gert lítið úr löggjafar- og eftirlitshlutverki Alþingis sem þó er atriði sem núverandi ríkisstjórn lagði höfuðáherslu á í upphafi að yrði fært til betri vegar. Hæstv. dómsmálaráðherra hefur fyrirgert trausti sínu til að gegna þessu krefjandi og mikilvæga embætti. Því segi ég já við fáheyrðri tillögu á lýðveldistímanum um vantraust.