148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[19:11]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Virðulegur forseti. Það er fátítt að lögð sé fram tillaga um vantraust á einstaka ráðherra. Fyrst til stóð að leggja fram vantraust hefði verið betra að leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina í heild, ekki hvað síst í ljósi þess að færa mætti rök fyrir því að aðrir ráðherrar ættu ekki síður að víkja en sá ráðherra sem tillagan fjallar um. Ég hef hins vegar hvorki tekið að mér að verja þessa ríkisstjórn vantrausti né að veita henni hlutleysi. Eðli máls samkvæmt styð ég því tillögur um vantraust á ríkisstjórnina eða ráðherra hennar.

Ég ætla ekki að taka undir málflutning flutningsmanna tillögunnar, en ég vantreysti þessari ríkisstjórn. Á þeim forsendum og þeim forsendum einum styð ég tillögur um vantraust á ráðherra hennar og þar með ríkisstjórninni í heild, tilurð hennar, vinnubrögð og stefnu.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir já?)

Já.