148. löggjafarþing — 36. fundur,  7. mars 2018.

bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum.

293. mál
[17:43]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég má til með að koma hingað upp í stað samstarfskonu minnar í Pírötum og einfaldlega fullvissa ráðherra um að að því sem ég þekki hv. þingkonu Halldóru Mogensen mun hún fara mjög faglega með þetta mál burt séð frá eigin skoðunum á því. Hún hefur gert það með mörg önnur mál sem hún hefur ekkert endilega miklar mætur á. Hún lítur á það sem sitt hlutverk og hefur rætt það við þá sem hér stendur að veita málefnum stjórnarinnar jafnt sem hv. þingmanna faglega meðferð.

Ég vildi bara fullvissa ráðherra um að skoðanir hv. þm. Halldóru Mogensen munu ekki bitna á málsmeðferð hennar í hv. velferðarnefnd.