148. löggjafarþing — 37. fundur,  8. mars 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa tvö bréf frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 57, um ívilnunarsamninga, frá Óla Birni Kárasyni, og á þskj. 274, um vindorku, frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.

Borist hefur bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 261, um formleg erindi frá heilbrigðisstofnunum, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Loks hefur borist bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 287, um dómsmál hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, frá Alex B. Stefánssyni.