148. löggjafarþing — 38. fundur,  8. mars 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[15:09]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Það sem ég átti við og var kannski ekki nægilega skýrt hjá mér var að í raun og veru eru það ekki í óverðtryggðu vextirnir sem ég hefði áhyggjur af heldur einmitt að verðtryggðu vextirnir sjálfir myndu hækka á móti. Til einföldunar, ef við endurskoðum grunninn til verðtryggingar þannig að hann væri að jafnaði af 0,5% lægri, segjum það, en verðbólgan almennt, að við sæjum þá bara 0,5% koma inn í verðtryggðu kjörin í staðinn.

Þetta er auðvitað bara eitt af því sem við vitum ekkert um fyrr en á reynir. Kannski eru það algjörlega innstæðulausar áhyggjur af minni hálfu. Við sjáum það alveg, eins og mér heyrist hv. þingmaður vera sammála mér um, að á endanum þyrfti samkeppni á fjármagnsmarkaði að vera meiri og fleiri aðilar þyrftu kæmu að honum en raun ber vitni. Við erum auðvitað að glíma við þetta á flestum mörkuðum hér heima fyrir, sérstaklega á þeim sem stórir eru. Þess vegna óttast ég alltaf að sá skortur myndi brjótast fram með þessum hætti.