148. löggjafarþing — 39. fundur,  12. mars 2018.

drengskaparheit unnin.

[15:01]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, Ásmundi Einari Daðasyni, Ólafi Þór Gunnarssyni, Þorgerði K. Gunnarsdóttur og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur um að þau geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Í dag, mánudaginn 12. mars, taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau; María Hjálmarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Una Hildardóttir, Sigríður María Egilsdóttir og Olga Margrét Cilia.

Una Hildardóttir og Olga Margrét Cilia hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnar velkomnar til starfa að nýju.

Kjörbréf Maríu Hjálmarsdóttur, Stefáns Vagns Stefánssonar og Sigríðar Maríu Egilsdóttur hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt, en þau hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[María Hjálmarsdóttir, 10. þm. Norðaust., Stefán Vagn Stefánsson, 2. þm. Norðvest., og Sigríður María Egilsdóttir, 7. þm. Suðvest., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]