148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

frestun á framlagningu fjármálaáætlunar.

[16:01]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég ætla líka að mótmæla því að fjármálaráðherra lýsi því einhliða yfir að hann ætli ekki að fara að lögum. Það hefði nú verið nær kannski að sýna einhverja smá auðmýkt og spyrja, vegna þess að í stjórnarsáttmálanum stendur á forsíðu að hann sé m.a. um bætt vinnubrögð og styrkingu Alþingis. Við getum ekkert sætt okkur við þetta.

Síðasta ríkisstjórn, ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, hafði að minnsta kosti mánuði skemmri tíma til þess að koma fram með fjármálaáætlun, hún var að vísu vond, en hún kom á réttum tíma. (Gripið fram í: Svona, svona.)