148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

samræmd próf og innritun í framhaldsskóla.

328. mál
[18:11]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þetta er góð fyrirspurn, frábært að heyra svar hæstv. menntamálaráðherra og þessa umræðu og þann sameiginlega skilning sem virðist vera í þingsal. Mig langar til að nálgast þetta aðeins út frá friðhelgisupplýsingum, þ.e. maður er með nemendur sem verða að taka þetta próf, það er skylda. Svo geta þeir staðið frammi fyrir því að niðurstöður prófsins séu notaðar til að þeir geti farið áfram í sínu námi.

Það er í fyrsta lagi ekki gott.

Í öðru lagi varðandi próftökur almennt skulum við bara horfa á þær. Þetta eru einhvers konar lokapróf um það hvar nemandinn stendur og ekkert sérstaklega góð heimild um það hvar einstaklingar standa í sinni hæfni. Ókei, maður skilur að hið opinbera vill og verður á einhverjum forsendum að taka saman upplýsingar til að sjá hvert þetta stefnir allt saman, en þetta er ekki gott fyrir nemandann til að meta sitt. Ef það er tilgangurinn með þessu, (Forseti hringir.) með börn í skyldunámi, finnst mér gott að það eigi að hverfa af þeirri braut að heimila að nota þetta sem grundvöll að framhaldsnámi nemenda.