148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:26]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Gerum betur næst virðist vera #merkið hér. Mig langar til að spyrja hv. þingmann: Fylgir greinargerð um grunngildi, samkvæmt lögum um opinber fjármál, fjármálastefnunni? Er þá greinargerð að finna í fjármálastefnunni sem var lögð fram til Alþingis? Ef svo er: Hvar er hún og hvernig uppfyllir hún það markmið að skýra út fyrir okkur hvernig öllum grunngildunum er framfylgt? Ef hún er ekki: Af hverju ekki?