148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:37]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er nefnilega mergurinn málsins. Þið eruð að fjalla um stefnu hæstv. ríkisstjórnar og þá hljótið þið að koma með hlutlægt mat á því hvernig frumvörpin frá ríkisstjórninni eru. Það er ekkert að því að kalla eftir áliti frá ráðuneyti en það er þá ágætt að það komi fram í nefndarálitinu hvert ykkar álit á því áliti er, í staðinn fyrir að vísa bara svörunum alltaf út í ráðuneytið.

Ég er líka búinn að lesa töluvert af umsögnunum og mér finnst þær yfir höfuð vera neikvæðar. Við erum kannski komin að þeim punkti að átta okkur á því, ef stór hluti íslenskra karlmanna getur ekki lesið sér til gagns, hvor hópurinn það er sem ekki getur það, við sem erum að gagnrýna þetta eða þið sem eruð að mæla þessu bót.