148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:55]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil bara koma hér upp og taka undir með hv. þingmönnum sem hafa komið upp til þess að gera athugasemdir við fundarstjórn. Auðvitað er eðlilegast að taka fyrst fyrir frávísunartillögu því að ef hún er samþykkt þá er þessi umræða sem við erum að fara í núna algjörlega ónothæf. Ég skora því á hæstv. forseta að taka hana fyrir strax.

Sömuleiðis, ef það er ekki, þá tek ég undir tillögu hv. þingmanns og fyrrverandi besta fjármálaráðherra landsins, Oddnýjar Harðardóttur, að gera í það minnsta fundarhlé á meðan [Kliður í þingsal.] og finna út úr þessu með þingflokksformönnum af því að þetta er ekki neinum til virðingar.