148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[19:18]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Af því að við skiptumst á sögum af bestu fjármálaráðherrum sögunnar kveð ég mér hljóðs til að minna á Steingrím J. Sigfússon sem í tíð sinni sem hæstv. fjármálaráðherra lagði þrívegis fram fjárlagafrumvarp. Samkvæmt gagnabanka Alþingis tók hann 75 sinnum andsvör í þeim umræðum, hvort sem var í 1. eða 2. umr. 25 sinnum hvert ár steig hann í pontu til að ræða við þingmenn um þetta lykilatriði sinnar ráðherratíðar.

Mér finnst það ekkert til að hrópa húrra fyrir. Mér finnst sjálfsagt mál, eins og fram hefur komið, að ráðherrar séu viðstaddir umræðu um þeirra mál, sérstaklega þegar það eru þungavigtarmál þeirra. Hvort sem það er fjármálaráðherra eða einhver annar skulda þeir þinginu þá virðingu að vera hér og hlusta á okkur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)