148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[21:52]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það má bæta því við sem ég vék að hér áðan að frá því að fjármálastefnan var lögð fram hafa hagspár heldur verið niður á við varðandi þá stöðu sem við erum í hvað hagsveifluna varðar.

En þingmaðurinn nefnir auðlindagjöld. Nú eru tölur að segja okkur að í stað þeirra 10% sem auðlindagjöldin hafa verið að taka af sjávarútveginum síðastliðinn áratug séum við líklega nærri 20–25% í augnablikinu. Ég kalla þess vegna eftir því að hv. þingmaður geri grein fyrir því hversu mikið hann myndi vilja hækka gjaldtöku af sjávarútveginum. Um hversu marga milljarða eða milljarðatugi erum við að ræða þar í fjármagnstekjuskattinum? Sömuleiðis hvaða prósentu er hv. þingmaður tala um? Er það 30% fjármagnstekjuskattur eða 40% fjármagnstekjuskattur sem Samfylkingin er að boða? Mér finnst undarlegt að menn treysti sér ekki til að setja tölu á þessi stóru orð um skort á tekjuöflun þegar það liggur fyrir hver skatturinn er í dag. Sama gildir um ferðamennina. Hvar ætlar hv. þingmaður að skattleggja ferðamennina og hversu mikið?