148. löggjafarþing — 42. fundur,  21. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[18:20]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hjó eftir orðunum „segir sig sjálft“ varðandi sjálfræðisaldurinn og því um líkt. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort það segi sig þá sjálft að sex ára réttur til fræðslu eigi líka að vera 16, að 12 ára réttur til að samþykkja hver ættleiði sé líka færður upp í 16, að 12 ára samþykki um breytingu á nafni sé líka fært upp í 16. Á að gera þetta allt rosalega samhæft og þægilegt?

Það eru ýmis réttindi sem við öðlumst alveg frá sex ára aldri með réttri fræðslu þannig að mér finnst ekkert óeðlilegt að ekki komi akkúrat öll réttindi á nákvæmlega sama ári þar sem allt breytist við einn afmælisdag. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann sé sammála eigin skoðun, að sex ára eigi þá ekki rétt á fræðslu fyrr en 16.