148. löggjafarþing — 42. fundur,  21. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[18:31]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Ég þakka kærlega fyrir andsvarið. Stutta svarið er: „Nei, en.“ Það eru auðvitað önnur atriði sem menn þurfa að hafa í huga og eru kannski í óskyldum lögum. Ég ætla að nefna fjármál stjórnmálaflokka sem eru ekki bundin við endurskoðun á kosningalögunum en eru eitt af þeim verkefnum sem ég held að við þurfum að fara í og ná einhverri sæmilegri samstöðu um. Ég held t.d. að í því sambandi sé líka vert að við ræðum um skyldur og hlutverk Ríkisútvarpsins í þessum efnum, með hvaða hætti við teljum að Ríkisútvarpið gegni best skyldu sinni við að miðla réttum upplýsingum, sanngjörnum, óhlutdrægum o.s.frv.