148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fyrirspurnir þingmanna.

[11:10]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég þakka fyrir að það sé orðið ljúflega við því að ég fái orðið, enda held ég að forseti hafi ekki aðra kosti. Mig langar að spyrja um skriflega fyrirspurn sem ég sendi til fjármálaráðherra 16. desember 2017 og hefur ekkert heyrst af. Hún skiptir máli núna þegar við erum að fjalla um fjármálastefnuna vegna þess að hún snýst um eignir og tekjur landsmanna 2016 og hvernig þær þróast. Margt bendir til þess að eignamunur sé að aukast og það staðfesta ýmsir aðilar.

Þegar ég kalla eftir svörum úr fjármálaráðuneytinu koma þau svör að þau hafi ætlað að bíða fram í júlí af því að þau ætluðu að taka líka með árið 2017. Ég bað ekkert um 2017. Ég mun gera það í sumar. Ég vil fá núna strax — vegna þess að það tekur ekki marga daga — svör við því hvernig þessi tekjuskipting og eignaskipting var 2016.