148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[14:05]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í 12. gr. barnasáttmálans er talað um rétt til að láta skoðanir sínar í ljós til að hafa áhrif, að tekið sé réttmætt tillit til skoðana barna. Þetta er þess konar mál frekar augljóslega. Í hlutverki mínu sem talsmaður barna fyrir hönd Pírata á síðastliðnu ári þá var þetta mál alltaf til umræðu hvar sem ég fór og talaði við börn á félagasamkomum þeirra o.s.frv. Það er sannarlega búið að ræða þetta mál heilmikið. Það hefur verið lagt fram á fyrri þingum. Það er bara verið að greiða atkvæði um það núna. Síðast þegar þessum lögum var breytt, árið 1986, voru greidd atkvæði um málið og það samþykkt 16. apríl, einum og hálfum mánuði fyrir kosningar þá. (Gripið fram í: Nákvæmlega.) Nú er meira að segja lengra í kosningar. Þar var það gert í skrefum. Þar var almennum kosningarrétti breytt og hann færður niður 18 ár árið 1984 og ekki fyrr tveimur árum síðar í sveitarstjórnarkosningum. Við getum alveg gert þetta. Þetta er ekkert rosalega flókið. Við höfum gert þetta með styttri fyrirvara. Klárum þetta.