148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[14:21]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér hefur margt verið sagt. Ég tek undir að þetta sé efnislega gott frumvarp. Ég held að með því að breyta lögum með þessum hætti munum við efla lýðræðisvitund ungs fólks enn frekar. Það hefur verið gert með margvíslegum hætti hin síðari ár og má nefna skuggakosningar og ungmennaráð og fleira og þetta er allt af hinu góða. En ég mun ekki styðja þetta frumvarp í þessari mynd. Hins vegar mun ég styðja álit 1. minni hluta sem leggur til að gildistakan verði 1. janúar 2019. Ég held að við þurfum meiri tíma. Utankjörstaðir fara að opna eftir nokkra daga, öðrum hvorum megin við mánaðamótin ef ég man rétt. Mér finnst ekki ábyrgt af okkur sem þingmönnum að breyta lögum með þessum hætti svo skömmu fyrir kosningar.