148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[14:33]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mér finnst sjálfsagt að taka mið af athugasemdum sem komið hafa frá ýmsum aðilum. Athugasemd frá dómsmálaráðuneytinu lýtur fyrst og fremst að því að standa þurfi vel að kynningu. Það er vel hægt að gera á þessum tíma. Hvað varðar Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin vil ég segja eftirfarandi: Við, sem starfað höfum í sveitarstjórnum, höfum flest okkar beitt okkur fyrir því að stofnuð verði ungmennaráð. Og við búum til ungmennaráð og köllum inn ungt fólk. En gagnrýni unga fólksins er að ekkert sé gert með það sem unga fólkið segir í ungmennaráðinu. Nú skulum við, sem störfum í stjórnmálaflokkum og öðru og keppumst við að safna þessu fólki til okkar, taka undir með þeim fjölmörgu samtökum ungs fólks sem sendu okkur póst í morgun, og sýna það hugrekki að standa með þeim, sýna að þau eru ekki bara upp á punt, að við ætlum ekki bara að skreyta okkur með þeim á samkomum okkar heldur (Forseti hringir.) ætlum við að treysta þeim raunverulega fyrir völdum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)