148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[14:59]
Horfa

Páll Magnússon (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er meginþema í röksemdum þeirra sem eru að tala fyrir þessu máli að við eigum að gefa ungu fólki tækifæri til aukinna áhrifa í samfélaginu, eins og hæstv. forsætisráðherra komst að orði hérna rétt áðan. Þá spyr ég enn: Af hverju fylgir þessu frumvarpi þá ekki áskilnaður um að þetta fólk fái kjörgengi um leið? Ef það er markmiðið með frumvarpinu, af hverju í ósköpunum ekki að gefa þessu unga fólki kost á því að hafa áhrif inni í sveitarstjórnunum? Það er skinhelgi að setja málið fram með þessum hætti.

Það fer ekki saman hljóð og mynd, svo notaður (Gripið fram í.)sé þekktur frasi. Þetta er sama málið. Ef ástæðan er sú (Forseti hringir.) að gefa eigi fólki kost á og leiða það til frekari áhrifa, hvers vegna þá ekki kjörgengi í leiðinni?