148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

um fundarstjórn.

[15:13]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Virðulegi forseti. Ég óska eftir skýringu á því frá forseta hvers vegna breytingartillaga á þskj. 565 var tekin á undan breytingartillögu á þskj. 566 þar sem við teljum, sem studdum þá tillögu og hv. þm. Þorstein Sæmundsson, fyrsta flutningsmann hennar, að sú tillaga gangi lengra en sú sem er á fyrrnefndu þskj. 566. Þess vegna langar mig að heyra rökin fyrir því ef svo er ekki.