148. löggjafarþing — 44. fundur,  23. mars 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins og þingmannamál.

[11:09]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég er hingað komin til að bera af mér sakir vegna orða síðasta ræðumanns. Hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir misskildi stórkostlega það sem gerðist hér í gær. Breytingartillaga Viðreisnar snerist um meiri afgang. Mér fannst það skárra en að ganga á afganginn eins og hv. þingmaður og hv. stjórnarþingmenn samþykktu hér í gær. Það snerist um afgang, ekki um það hvernig við ætluðum að ná slíkum afgangi. Við höfum talað fyrir auknum útgjöldum og aukinni tekjuöflun líka.

Mér dettur ekki í hug að samþykkja þá leið sem hv. stjórnarþingmenn vilja fara, að auka útgjöld og lækka skatta á sama tíma sem er eitraður kokteill og það vita þeir sem vilja.