148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda.

424. mál
[15:59]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Ég þakka fyrir þetta og tek undir með hv. þingmanni. Ég held að það sé algjörlega óumflýjanlegt að tekin verði mjög skýr afstaða á þinginu til þeirrar ábendingar sem hefur komið fram um þennan tiltekna makalífeyrisrétt. Ég treysti því að einu sinni enn verði farið yfir það í nefnd og eftir atvikum hnykkt á því ef þörf krefur á viðeigandi stöðum, í nefndaráliti, mögulega eftir samtal við forsvarsmenn sjóðsins, ég skal ekki segja til um það, en niðurstaða okkar er sú að ekki þurfi að gera frekari breytingar á lagafrumvarpinu.