148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

lyfjalög.

427. mál
[17:01]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Þakka hæstv. ráðherra svarið. Í stuttu máli: Þýðir þetta þá að hverju því netfyrirtæki sem uppfyllir kröfur þessarar gerðar, hvar innan Evrópska efnahagssvæðisins sem það starfar, hafi það fengið þá vottun eða það merki sem Evrópusambandið hefur þá skráð sem vörumerki fyrir netverslun af þessu tagi, sé heimilt að markaðssetja og selja hingað lyf?

Í öðru lagi: Hvað þýðir það í greiðsluþátttöku hins opinbera varðandi kaup á slíkum lyfjum séu þau keypt í gegnum slíkar vefsíður? Eiga þá viðskiptavinirnir rétt á því að fá með einhverjum hætti endurgreitt frá hinu opinbera?